laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Hugur knapans smitast til hestsins“

8. ágúst 2019 kl. 12:00

Árni Björn Pálsson

Viðtal við Árna Björn Pálsson

 

Árni Björn Pálsson mætti til leiks á heimsmeistaramótið með þrjú hross, þau Flaum frá Sólvangi, Elju frá Sauðholti og Nóa frá Stóra-Hofi.

Hann hefur átt góðu gengi að fagna en hann stendur efstur í fjórgangi að lokinni forkeppni með Flaum.

Elju sýndi hann í flokki sjö vetra hryssa og er hún þegar þetta er ritað hæst dæmda kynbótahross mótsins. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,76.

Nói frá Stóra-Hofi var sendur út sem fulltrúi Íslands í flokki sjö vetra stóðhesta en hann mætti því miður ekki til leiks. Árni Björn ákvað sjálfur að taka ekki áhættu með hann, en hann útskýrir betur hvað kom fyrir Nóa í viðtalinu.

Viðtalið má nálgast á youtube rás Eiðfaxa með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

https://youtu.be/y7nHBehXKcI