miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hugarflug og afmælishóf

17. september 2013 kl. 22:16

Hestur um haust.

Hestamannafélögin sitja ekki auðum höndum.

Þótt menn hvíli margir hesta sína á þessum tíma árs sitja stjórnir hestamannafélaga ekki auðum höndum, en hestamannafélögin á landinu eru 47 talsins. Verið er að undirbúa viðburðarríkan vetur fyrir hestamenn um land allt og er margt athyglivert að fregna af heimasíðum þeirra.

Hugarflugsfundur var haldinn hjá Fáki á dögunum og komu þar fram ýmsar sniðugar hugmyndir til handa öllum gerðum hestamanna, ungum sem öldnum. Lagt var til að efla æskulýðsstarf félagsins með reglulegum æfingum og reiðtúrum. Þá voru uppi hugmyndir um þrautabraut fyrir yngstu knapanna og heldri borgaramót fyrir þá eldri. .

Hestamannafélagið Léttir undirbýr nú stórafmæli, en þann 5.nóvember nk. eru 85 ár síðan það var stofnað.

Annað félag undirbýr afmæli. Sörli í Hafnafirði verður sjötugur og óskar félagið eftir að félagsmenn leggi lið við stórhátíð.

Hestamannafélagið Þytur hefur hafið námskeið í hestafimleikum fyrir unga knapa, en félagið hefur státað að þeirri sérstöðu um nokkurt skeið við miklar vinsældir.

Von er á glensi í uppsveitunum þann 19. október nk. þegar hestamannafélögin Trausti, Logi og Smári halda sameiginlega árshátíð.