föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hugað að grunninum

30. mars 2015 kl. 19:00

Uppbygging mun hefjast fljótlega á Hólastað. Fyrir liggur að gera þarf kynbótabraut á svæðinu, búa til áhorfendabrekkur og leggja rafmagn á hluta tjaldsvæðanna auk minni framkvæmda.

Mikil uppbygging mun eiga sér stað á Hólum í Hjaltadal fyrir Landsmót 2016.

Samningur milli Landsmóts ehf. og Gullhyls um Landsmót á Hólum árið 2016 var undirritaður þann 27. mars sl. Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga segir rökrétt að halda mótið á Hólum og vill leggja áherslu á að Landsmót sé hátíð þeirra sem stunda hestamennsku.

Viðtal við Lárus má nálgast í 3. tbl. Eiðfaxa.

Umfang Landsmóts 2016 mun vera að svipuðu sniði og undanfarin mót, þar sem miðað er við að undir-búa komu 12.500 manna á hátíðina. „Landsmót er karnival hestamannsins. Þar taka hestamenn púlsinn á ræktun og keppni, hittast og hafa gaman með fjölskyldu og vinum, þarna fá ungliðar að upplifa hátíðina, Lárus segir að sú markaðssetning sem stílað hafi verið inn á á undanförnum mótum sé góð og styrki mótin en ekki megi gleyma þeim sem leggja og hafa lagt grunn að hátíðinni. „Grunnurinn verður alltaf hinn almenni hestamaður á Íslandi enda eru LH regnhlífarsamtök þeirra sem stunda hestamennsku á Íslandi. Við verðum þó alltaf að vera opin fyrir breytingum og tækifærum.“

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is