laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Huga þarf vel að ferðahrossum

Jens Einarsson
2. júní 2010 kl. 11:58

Fólk þarf að gera ráðstafanir

Morgunblaðið hefur eftir Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossasjúkdóma, í morgun að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af ferðahrossum í sumar. Sigríður segir þetta ekki rétt eftir sér haft. Alls ekki sé hægt að útiloka að hross verði veik í hestaferðum, séu þau búin að taka smit áður en lagt er af stað í ferðina. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að hrossum slái niður.

„Það er full ástæða til að benda hestafólki á að fylgjast vel með hrossum sínum í hestaferðum og leggja ekki af stað með hross sem sýna einkenni eða hafa ekki jafnað sig að fullu. Hross eru einkennalaus í einhvern tíma,  tvær til fjórar vikur, eftir að þau hafa tekið smit. Þannig að fólk verður að vera á varðbergi. Ég vil hvetja fólk til að undirbúa sig og gera ráðstafanir ef koma þarf veiku hrossi í skjól eða til byggða. Hrossum sem búin eru að fara í gegnum veikindaferlið ætti hins vegar að vera óhætt, hafi þau fengið tíma til að jafna sig og byggja upp þrek,“ segir Sigríður.