fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Huga þarf að útgangshrossum

Jens Einarsson
23. mars 2010 kl. 10:16

Hugsanleg hætta á flúoreitrun

Hætta á flúoreitrun í búfé er meiri í eldgosum í Eyjafjallajökli en í Kötlugosi. Ástæðan er ólík gerð bergsins á svæðunum. Bergið undir Eyjafjallajökli er líkara berginu í Heklu en Kötlu. Flúoreitrun í búfé hefur oft verið fylgifiskur Heklugosa.

Þetta kemur fram í samantekt eftir Sigurð Sigðurðarson, dýralækni, sem finna má á vef Matvælastofnunar: www.mast.is. Þar lýsir Sigurður einkennum bráðrar og langvinnar flúoreitrunar á búfé. Þar kemur fram að bráð flúoreitrun getur valdið klumsi hjá fylfullum hryssum, sem getur leitt til dauða. Það er því full ástæða fyrir hrossabændur að huga vel að útigangi. Mikilvægt er, þar sem ekki er aðstaða til að hýsa öll hross, að þau hafi aðgang að heyi og hreinu rennandi vatni. Þannig er hægt að minnka líkur á eitrun til muna. Það er að segja ef mengun af öskufalli á sér stað.