þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HSK-menn með yfirburði í hestadómum

6. júlí 2013 kl. 20:18

f.v. Rúnar frá Haga, Oddur úr Tjarnarbyggð og Davíð frá Skeiðvöllum – Ingólfsfjall í baksýn.

Í morgun var keppt í hestadómum á Íslandsmóti UMFÍ á Selfossi.

Keppt var í dómum á kynbótahrossum á Brávöllum, leikvangi hestamannafélagsins Sleipnis, í blíðskaparveðri. Leikar fóru þannig að HSK menn röðuðu sér í verðlaunasætin. Efstur var Oddur Hafsteinsson í Tjarnarbyggð, annar með minnsta mögulega mun varð Davíð Jónsson á Skeiðvöllum og þriðji Rúnar Andrésson á Selfossi og fyrrum bóndi í Haga í Gnúpverjahreppi. Það má með sanni segja að sunnlendingar kunni sitt fag þegar kemur að hrossadómum. Yfirdómari var Jón Vilmundarson og honum til aðstoðar Ágúst Sigurðsson.