sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hryssur á LM1990 í Hestablaðinu

21. mars 2012 kl. 11:13

Fluga frá Arnahóli er ein af meiri háttar ræktunarhryssum landsins. Knapi er Freyja Hilmarsdóttir.

Fluga, Fjóla, Gína, Sunna, Þrenna og fleiri

Í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 22. mars, eru hryssur á LM1990, 6 vetra og yngri. Mótið markaði tímamót í ræktun og margar hryssur sem þar komu fram lifa ennþá góðu lífi í afkomendum sínum. Má þar nefna Flugu frá Arnarhóli, Fjólu frá Haga, Þrennu og Þóru frá Hólum, Gínu og Sunnu frá Votmúla, og Kolskör frá Gunnarsholti.

Lesið um hryssur á LM1990 í Hestablaðinu. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622