laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hryssur á LM1986 í Hestablaðinu

24. janúar 2012 kl. 09:17

Þetta er síðasta myndin sem tekin var af Kröflu undir manni. Tvö afkvæmi hennar stóðu efst, hvort í sínum flokki, á LM2002 á Vindheimamelum, Samba 4 vetra og Keilir 8 vetra. Á myndinni eru Gunnar Jóhannsson, Vigdís Þórarinsdóttir, Sólveig Stefánsdóttir, Vignir Jónasson, situr Keili, Jóhann Þorsteinsson, situr Kröflu, Erlingur Erlingsson situr Sömbu, Vilberg Skúlason og Guðlaug Skúladóttir. Mynd/Jens Einarsson

Hrafnhetta og Krafla hafa skilað mestu

Í Hestablaðinu, sem kemur út fimmtudaginn 26. janúar, eru hryssur á LM1986 í Úttekt. Á því móti tók Guðmundur Sveinsson við heiðursverðlaunum fyrir Hrafnhettu sína frá Sauárkróki, móður Kjarvals. Og Nótt frá Kröggólfsstöðum stóð önnur í röð.

Voldugur floti hryssna var í elsta flokki einstaklingssýndra. Sú eina af fimm efstu sem skilaði sé að marki í ræktun var Krafla frá Sauðárkróki, sem stóð efst.

Efstu hryssur í fimm og fjögra vetra flokki hafa ekki skilað afgerandi stóðhestum, en Blika frá Árgerði og Gyðja frá Gerðum eru þó alldrjúgar. Dóttursonur Gyðju er Víðir frá Prestsbakka, sem nýtur vaxandi tiltrúar sem stóðhestur.

Lesið um hryssur á LM1986 í Hestablaðinu. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622