mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hryðja frá Hvoli til Svíþjóðar-

1. október 2010 kl. 13:17

Hryðja frá Hvoli til Svíþjóðar-

Landsmótssigurvegarinn Hryðja frá Hvoli hefur verið seld þeim...

Rúnu Sverrisdóttur og Haraldi Snjólfssyni, íslendingum sem búa í Svíþjóð þar sem þau stunda hrossarækt og hestamennsku á breiðum grunni.

Hryðja er í hópi hæst dæmdu hryssna sem seldar hafa verið úr landi. Hún stóð efst í flokki 6v. hryssna á landsmóti 2004 með 8,25 fyrir byggingu, 8,92 fyrir hæfileika og aðaleinkunn 8,65.

Margir muna eflaust eftir Hryðju frá landsmótinu 2004 og þá ekki síst fyrir skeiðsprettina en á mótinu hlaut hún 10 fyrir skeið og var þar með fyrst hryssna á Íslandi til að ná þeim árangri.

Þau Rúna og Haraldur setja markið greinilega hátt í hrossaræktinni og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.