laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossin frá Jakobsgarden -

25. júní 2010 kl. 12:45

Hrossin frá Jakobsgarden -

Á kynbótasýningu sem haldin var í Tresfjord í Noregi á dögunum vakti árangur hryssna frá Jakobsgarden athygli.
Í flokki sjö vetra og eldri var Aradís efst með 8,44 öðru sæti var Aldís með 8,19 og fjórða sæti Ambla með 7,95.Í sex vetra flokknum var efst Gná með 8,18 og í öðru sæti Gloría með 7,93.

Sem fyrr segir eru þessar hryssur allar frá Jakobsgarden og það sem meira er allar undan sama hesti, Jarli frá Miðkrika.


Eiðfaxa lék forvitni á að vita meira um þetta bú og þá sem standa á bak við það og þegar betur var að gáð kom í ljós að þar var um að ræða Stian Petersen og Agnesi Helgadóttur.
Flestir hestamenn muna eftir Stian og árangri hans með Jarl frá Miðkrika á heimsmeistaramótum síðustu ára þar sem þeir náðu frábærum árangri og lönduðu meðal annars heimsmeistaratitli á tveimur mótum í röð.
Eiðfaxi sló á þráðinn til að heyra meira um hryssurnar, ræktunina og starfsemina á Jakobsgarden.


Stian og Agnes ákváðu á sínum tíma þegar þau voru með Jarl að veðja á hann sem kynbótahest til að leggja grunn að sinni hrossarækt og má segja að það hafi verið góð ákvörðun, afkæmi hans hafa reynst þeim vel og til viðbótar þeim sem að ofan eru nefndar fór Lísa í dóm í fyrra og hlaut 8,02 ásamt stóðhestinum Glóbus sem fékk 8,20.
Af 12 afkæmum sem þau fengu undan Jarli hafa fimm þeirra hlotið 1. verðlaun og telur Stian góða möguleika á að sú tala eigi eftir að hækka.


Stian bindur vonir við að Globus verði sinn framtíðarkeppnishestur og segist hann vera með hann í þriggja ára plani og stíli inná að hann verði á toppnum á HM 2013. Þeir fóru í sína fyrstu keppni í vor þar sem þeir fengu 6,90 í fjórgangi sem verður að teljast bærileg byrjun hjá sex vetra hesti í sinni fyrstu keppni.
En ræktunin á Jakobsgarden er meira en bara Jarlsafkvæmi, þar fæðast 4-6 folöld á ári og eru tryppi á leiðinni undan Fal frá Blesastöðum, Gneista frá Stall Kjersem og Tindi frá Varmalæk sem er ásamt Stian núverandi heimsmeistari í fimmgangi.


Eiðfaxi þakkar Stian fyrir spjallið, en við munum vonandi segja meira frá starfseminni  á Jakobsgarden á næstunni.   - hg


Hér að neðan er dómur Jarls afkvæmanna frá Jakobsgarden:


Dæmd 2010
NO2003215048 Aradís fra Jakobsgården
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 9,0 - 7,5 - 9,0 - 7,5 = 8,39
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 7,5 = 8,47
Aðaleinkunn: 8,44      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5

NO2003215049 Aldís fra Jakobsgården
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 9,0 - 7,5 - 9,0 - 8,0 = 8,39
Hæfileikar: 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 = 8,05
Aðaleinkunn: 8,19      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0


NO2003215047 Amba fra Jakobsgården
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 7,5 = 7,94
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 = 7,95
Aðaleinkunn: 7,95      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5


NO2004215241 Gná fra Jakobsgården
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,0 = 8,26
Hæfileikar: 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,13
Aðaleinkunn: 8,18      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5


NO2004215239 Gloría fra Jakobsgården
Litur: 1541 Rauður/milli- tvístjörnótt glófext
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 9,0 - 7,0 = 8,17
Hæfileikar: 8,5 - 7,5 - 6,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 7,77
Aðaleinkunn: 7,93      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,5


Dæmd 2009


NO2004115240 Globus fra Jakobsgården
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,0 = 8,31
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 7,86
Aðaleinkunn: 8,04      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0


NO2002215072 Lisa fra Jakobsgården
Litur: 1540 Rauður/milli- tvístjörnótt
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 7,5 = 8,11
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 6,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 = 7,96
Aðaleinkunn: 8,02      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,5

Heimild: worldfengur.com