fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrosshagi/Sunnuhvoll sigurvegarar

20. apríl 2015 kl. 13:28

Lið Hrosshaga/Sunnhvols sigraði liðakeppni Uppsveitadeildarinnar árið 2015.

Lokaúrslit Uppsveitadeildar Loga, Smára og Trausta 2015.

Lið Hrosshaga/Sunnuhvols sigraði Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2015. Alls tóku 8 lið þátt í Uppsveitadeildinni, en það er einu liði fleira en öll undanfarin ár. 24 knapar kepptu á hverju móti fyrir sig og fengu 32 knapar stig í mótaröðinni, að er fram kemur í frétt frá aðstandendum mótaraðarinnar.

"Í liðakeppninni sigraði lið Hrosshaga/Sunnuhvols með nokkrum mun. Liðið varð í efsta sæti í öllum keppnum, nema tölti og fékk að launum 207,5 stig. Arion banka liðið varð í öðru sæti með 188 stig og lið Gamla og guttanna í því þriðja með 175,5 stig.

Í einstaklingskeppninni var hörð baraátta um hvert sæti, enda fengu allir knapar sem luku keppni stig fyrir sína frammistöðu. 32 knapar fengu stig, sigurvegarinn 24, sá næsti 23 og svo koll af kolli.

Eins og áður hefur komið fram sigraði Bjarni Bjarnason einstaklingskeppnina. Hann varð í fyrsta eða öðru sæti í öllum fjórum greinum keppninnar og er vel að sigrinum kominn. Bjarni sigraði með 94 stigum. Í öðru sæti varð Arnar Bjarki Sigurðarson með 85 stig. Jöfn í 3 - 4 sætu urðu svo Hulda Finnsdóttir og Finnur Jóhannesson með 76,5 stig."

Hér má sjá heildar niðurstöðuna í liðakeppninni í Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2015 ásamt stigakeppni knapanna.

Liðakeppni

 1. Hrosshagi / Sunnuhvoll 207,5
 2. Arionbanka liðið 188
 3. Gamli og guttarnir 175,5
 4. Þórisjötnar 157
 5. Forsæti 147
 6. Landtólpi 122,5
 7. JÁVERK 103,5
 8. Kílhraun 99

Einstaklingskeppni

 1. Bjarni Bjarnason - liðsstjóri 94
 2. Arnar Bjarki Sigurðarson 85
 3. Hulda Finnsdóttir 76,5
 4. Finnur Jóhannesson 76,5
 5. Hermann Þór Karlsson 63
 6. Sólon Morthens - liðsstjóri 61,5
 7. Árný Oddbjörg Oddsdóttir 61
 8. Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson -liðsstjóri 58,5
 9. Jón William Bjarkason 58
 10. Jón Óskar Jóhannesson 56
 11. Guðjón Sigurliði Sigurðsson 54,5
 12. Guðmann Unnsteinsson - liðsstjóri 46,5
 13. Líney Kristinsdóttir 43,5
 14. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir 42,5
 15. Birna Káradóttir 38
 16. Ragnheiður Bjarnadóttir 32,5
 17. Gunnlaugur Bjarnason 25
 18. Guðrún Magnúsdóttir - liðsstjóri 24
 19. Emil Þorvaldur Sigurðsson 24
 20. Björgvin Ólafsson 21,5
 21. Björgvin Viðar Jónsson 21
 22. Bjarni Birgisson 19,5
 23. Dóróthea Ármann 19,5
 24. Kristján Ketilsson - liðsstjóri 19
 25. Linda Karlsson 16,5
 26. Eiríkur Arnarsson 15
 27. Gunnar Jónsson 13,5
 28. Ragnhildur S. Eyþórsdóttir 10
 29. Berglind Ágústsdóttir 8
 30. Hildur Kristín Hallgrímsdóttir 7
 31. Guðjón Örn Sigurðsson - liðsstjóri 6
 32. Hannes Gestsson 1