miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossasmölun á Álftanesi

18. desember 2009 kl. 11:20

Hrossasmölun á Álftanesi

Hestamannafélagið Sóti býður þér að koma og taka þátt í hrossasmölun á Álftanesi, laugardaginn 19. Desember.  Þá verða 70 hross rekin úr Bessastaðanesi og í réttina við hesthúsahverfið í gegnum bæjarfélagið Álftanes (meðfram sjávarsíðunni).   Hrossin eru í öllum litum og er frábært tækifæri fyrir ljósmyndara að ná góðum myndum.  Áætla má að hrossin verði komin í réttina um kl. 14:00

Reynt verður að skapa réttastemningu á staðnum með heitu kakói/kaffi, tónlist, opnum eldi ofl. 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að mæta við félagshús Sóta kl. 13:00.  Uppl. Í síma 618-0266

Hlökkum til að sjá þig í „Breiðumýrarrétt“ á aðventunni!

 

Kveðja

Hestamannafélagið Sóti

www.alftanes.is/soti