laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossarækt í Hestum og hestamönnum

Jens Einarsson
20. júlí 2010 kl. 11:12

Dýrfinnustaðir, Flugumýri II, Brautarholt

Hrossarækt er aðalþema 7. Tölublaðs hestamanna sem kemur út á fimmtudag. Meðal annars er fjallað um hrossarækt á þremur bæjum í Skagafirði. Á Dýrfinnustöðum eru nú ræktuð hross sem ættuð eru frá Steðja í Borgarfirði og eru meðal annars fræg fyrir hvíta litinn. Flugmýri II er eitt af þekktari hrossaræktarbúum landsins og skartar meðal annars stóðhestinum Seiði frá Flugumýri, sem setti heimsmet í aðaleinkunn 4 vetra stóðhesta á LM2008. Hrossin frá Brautarholti eru einnig orðin landsþekkt, en þau eru flest út af úrvalshryssunni Öskju frá Miðsitju. Arður sonur hennar er nú að skrá afkvæmi sín á blað. Þetta og meira til um hrossarækt í H&H á fimmtudaginn.

Hægt er að panta áskrift í síma 511-6622.