laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaræktin 2013 kemur út í dag

odinn@eidfaxi.is
16. nóvember 2013 kl. 13:01

Hrossarækt 2013

Fréttatilkynning

Eftirfarandi tilkynning frá Hrossarækt ehf:

"Meðal efnis  í bókinni má finna ítarlega úttekt á sögu Vatnsleysubúsins, Ófeigur frá Flugumýri er til skoðunar og Sveins á Sauðárkróki er minnst. Auk þess verður farið yfir efstu kynbótahross í öllum flokkum sem og kynbótaárið erlendis og fjallað verður um tilnefningar til ræktunarbús ársins, svo eitthvað sé nefnt.Fyrstu eintökin af Hrossaræktinni 2013 verða til sölu á ráðstefnunni Hrossarækt 2013 í Sunnusal Hótel Sögu, sem hefst kl. 13 á laugardag og verður bókin boðin með 20% afslætti á ráðstefnunni, aðeins þennan eina dag! Bókin fer svo í almenna dreifingu eftir helgi og verður til sölu í öllum helstu hestavöruverslunum, en nánar verður greint frá sölustöðum í næstu viku."

Ekki missa af Hrossaræktinni 2013!