mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaræktendur á Norðurlandi athugið

18. mars 2011 kl. 19:58

Hrossaræktendur á Norðurlandi athugið

Hin árlega stórsýning Ræktun Norðurlands verður haldin föstudagskvöldið 25. mars næstkomandi í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki.

“Hrossaræktendur sem hafa áhuga á að koma fram með ræktunarbússýningar, afkvæmahópa eða einstaklinga (hryssur/stóðhesta) endilega láti í sér heyra.  Þá verður boðið upp á að mæta með folöld sem afkvæmi stóðhesta (5 folöld fylgi þá hverjum hesti).

Sölusýning verður sama dag kl 17:00 og verður hún í beinni útsendingu á vefnum http://wms.vodafone.is/tindastoll

Skráning á sölusýningunna er á svadastadir@simnet.is Áhugasamir hafi samband við Eyþór Jónasson 453-6440 eða 8425240,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar.