mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaræktarferð Fáks- og Limsverja

24. febrúar 2011 kl. 10:14

Hrossaræktarferð Fáks- og Limsverja

Hin árlega hrossaræktarferð kynbótanefndar Fáks og Limsfélagsins verður farin laugardaginn 5. mars.

Lagt verður af stað austur fyrir fjall kl. 9:30 og komið heim fyrir kl. 17 og eru allir áhugasamir hrossaræktarunnendur velkomnir.

Að venju eru bara skemmtilegir hrossaræktendur heimsóttir og verður byrjað hjá Sæla í Eystra-Fróðholti en hann mun fræða malbiksbúa um alvöru hrossarækt og hvernig á að ná árangri. Einnig mun hann leggja á gæðinga úr hesthúsinu máli sínu til stuðnings og aldrei að vita nema eitthvert gæðingsefnið sé falt hjá honum.

Einnig verður komið við hjá þeim Strandarhjáleigufeðgum, Elvari og Þormari á Hvolsvelli, en þar eru mörg gæðingsefnin á járnum enda hömpuðu þeir titlinum hrossaræktendur ársins 2009.

Að lokum verður svo hápunktur ferðarinnar en þá verður Limurinn tekinn út. Búast má við hækkun á hlutum í klárnum í kjölfarið en meðlimir eru beðnir að fara hljótt með það manna á meðal svo Steingrímur skattmann komist ekki að þessari gróðranámu sem Limurinn er.

Skráning í síma 698-8370 fyrir 4. mars (kostnaður við rútu ofl. ca. kr. 3.999)