mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaræktarfélag Hrunamanna 100 ára.

6. febrúar 2012 kl. 16:20

Hrossaræktarfélag Hrunamanna 100 ára.

Laugardaginn 11. febrúar nk. verður haldið upp á afmæli HRFH með tvennum hætti; kl 14:00 verður málþing í Félagsheimilinu á Flúðum og um kvöldið verður mikil hátíð með veislumat að hætti Hótels Flúða. Einnig verður sett upp ljósmyndasýning í Félagsheimilinu.

 
Á málþingið koma þeir Ágúst Sigurðsson rektor Háskólans á Hvanneyri og Gunnar Arnarson hrossaræktandi með meiru í Auðsholtshjáleigu. Allir sem áhuga hafa á hrossarækt eru hvattir til að koma og hlusta á fróðleg erindi. Frítt er inn á málþingið og kaffiveitingar í boði Hrossræktarfélagsins.
 
Afmælishátíðin hefst svo kl. 20:30 en húsið opnar kl 20:00 með fordrykk í boði Líflands.
Blóm og kransar eru vel þegnir sem og stuttar skemmtilegar ræður!!  
Veislustjórn og skemmtiatriði verða í höndum þeirra Davíðs og Stefáns.
 
Pantanir í matinn (aðeins 4700 kr.) þurfa að hafa borist fyrir  miðvikudag 8. febrúar til einhvers eftirtalinna afmælisnefndarmanna:
Einar Logi Sigurgeirsson s: 899 5639                
Magga S Brynjólfsdóttir s: 849 0546
Páll Jóhannsson s: 893 5622