miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaræktarfélag Flóahrepps

24. mars 2019 kl. 15:40

Helga Una og Álfrún

Föstudagskvöldið 22. mars hélt Hrossaræktarfélag Flóahrepps sína árlegu Hrossamessu og Uppskeruhátíð í Hótel Vatnsholti.

Þar var gætt sér á eðal hrossaafurðum og veitt verðlaun fyrir árangur kynbótahrossa árið 2018. En hins vegar vegna ófærðar og veðurs þá komst auglýstur fyrirlesari kvöldsins, Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur því miður ekki á staðinn til að halda fyrirlestur sinn. Félagið mun bara fá hann til sín síðar við gott tækifæri.
Þrátt fyrir að félagið sé bæði ungt að árum og fámennt þá eru gríðarlega öflug hrossaræktarbú innan þess sem sést best á árangri ársins 2018 en alls voru það 69 hross sem komu til uppgjörs innan félagsins og af þeim náðu 51 hross fyrstu verðlauna einkunn, 8,00 í aðaleinkunn eða meira.
Eftirfarandi hross voru verðlaunuð fyrir árangur sinn á kynbótabrautinni árið 2018:

4. vetra hryssur
1. Krafla frá Austurási – Aðaleinkunn 8,27
2. Þórhildur frá Hamarsey – Aðaleinkunn 8,19
3. Sigurrós frá Þjórsárbakka – Aðaleinkunn 8,11

4. vetra stóðhestur
1. Viðar frá Skör – Aðaleinkunn 8,29
2. Þröstur frá Kolsholti 2 – Aðaleinkunn 8,23
3. Gígur frá Ketilsstöðum – Aðaleinkunn 8,18

5. vetra hryssur
1. Hugmynd frá Ketilsstöðum – Aðaleinkunn 8,57
2. Hrönn frá Ragnheiðarstöðum – Aðaleinkunn 8,37
3. Sunna frá Austurási – Aðaleinkunn 8,31

5. vetra stóðhestar
1. Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum – Aðaleinkunn 8,53
2. Ísak frá Þjórsárbakka – Aðaleinkunn 8,38
3. Starkar frá Egilsstaðakoti – Aðaleinkunn 8,24

6. vetra hryssur
1. Huldumær frá Syðri-Gegnishólum – Aðaleinkunn 8,38
2. Háspenna frá Ragnheiðarstöðum – Aðaleinkunn 8,30
3. Aría frá Austurási – Aðaleinkunn 8,26

6. vetra stóðhestar
1. Sörli frá Brúnastöðum – Aðaleinkunnn 8,44
2. Aðall frá Austurási – Aðaleinkunn 8,40
3. Eldur frá Hrafnsholti – Aðaleinkunn 8,35

7. vetra og eldri hryssur
1. Álfrún frá Egilsstaðakoti – Aðaleinkunn 8,64
2. Sóllilja frá Hamarsey – Aðaleinkunn 8,53
3. Hugrökk frá Ketilsstöðum – Aðaleinkunn 8,30

7. vetra og eldri stóðhestar
1. Heikir frá Hamarsey – Aðaleinkunn 8,68
2. Asi frá Reyrhaga – Aðaleinkunn 8,48
3. Roði frá Brúnastöðum – Aðaleinkunn 8,47

Þá voru einnig verðlaunuð hæst dæmdu kynbótahross innan félagsins óháð aldri. Þar er notast við aldursleiðrétta aðaleinkunn til að jafna út stöðuna fyrir yngri hrossin svo þau eigi jafna möguleika á við eldri og þroskaðri hross að vinna til þeirra verðlauna. Þau hross sem vinna þessi verðlaun geta ekki fengið þau nema einu sinni.
Þessi hross voru árið 2018:

Hæst dæmda hryssa Flóahrepps 2018:
Hugmynd frá Ketilsstöðum – Aðaleinkunn 8,57 / Aldurleiðrétt aðaleinkunn 8,67

Hæst dæmdi stóðhestur Flóahrepps 2018:
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum – Aðaleinkunn 8,53 / Aldursleiðrétt aðaleinkunn 8,68

Á myndinni eru Bergur Jónsson og Olil Amble með verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross Flóahrepps. Með þeim stendur Ágúst Ingi Ketilsson bóndi á Brúnastöðum og gjaldkeri félagsins