föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaræktarbú Vesturlands

29. desember 2013 kl. 12:53

Bylgja frá Einhamri

Meðaltal aðaleinkunna er 8,11

Þann 17. nóvember síðast liðinn var haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands og var við það tækifæri veittar viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr á árinu sem er að líða. 

Hrossaræktarsambandið útnefndi Einhamar (Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir)  sem hrossaræktarbú Vesturlands 2013, en Einhamar var einnig tilnefnt til ræktunarverðlauna ársins 2013

Fimm hross voru sýnd frá Einhamri 2 í ár en það eru þau Bylgja, Bára, Darri, Daggar og Dósent. Meðalaldur er 4,4 ár. Darri, Daggar og Dósent eru allir fjögurra vetra en Daggar var þriðji hæsti fjögra vetra hesturinn í ár með 8,19 í aðaleinkunn og Dósent fjórði með 8,17 í aðaleinkunn. Meðaltal aðaleinkunna hrossanna er 8,11.