miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossarækt í takt við markaðinn

29. desember 2016 kl. 15:00

Skoða þarf áherslur í ræktunarstarfinu með hestamennskuna alla í huga.

Nokkrir af forystumönnum hestamennskunar skrifa greinar í 12. tölublað Eiðfaxa. Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda gerir ræktunarstarfið og framtíðar stefnu að umtalsefni sínu:

Ofarlega í mínum huga núna er nýliðin ráðstefna sem kallaðist Hrossarækt í 100 ár sem Félag hrossabænda og fagráð stóðu að ásamt fleirum.  Á ráðstefnunni var megin verkefnið að velta framtíðar hlutverki hestsins fyrir sér og hvaða áherslur í ræktunarstarfinu við viljum helst  viðhafa í því sambandi. Mikill fróðleikur kom fram í erindum og var áleitnum spurningum varpað á ráðstefnugesti. Ég er nokkuð viss um að margir ráðstefnugestir eiga eftir að velta fyrir sér fjölmörgum atriðum sem fram komu á ráðstefnunni og mínu tilfelli þá velti ég  fyrir mér m.a hvernig hlutverk hestsins verður á næstu áratugum og á næstu öld.  Spurningar eins og: Af hverju hestamennska? Hverjir eru að nota hestinn hérlendis og erlendis og hvernig hesta vill fók eiga? Hvaða eiginleikar eru verðmætastir og þá að hverju þurfum við helst að hyggja? Þessar spurningar og margar fleirri vakna þegar við setjumst niður og veltum framtíðinni fyrir okkur.

Grein þessa má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.