föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossarækt í takt við markaðinn

30. desember 2014 kl. 12:00

Sveinn Steinarsson, nýr formaður Félags hrossabænda

Of mörg hross með of hátt spennustig og of flókin að mati formanns Fhb.

Nokkrir af forystumönnum hestamennskunar skrifa greinar í 12. tölublað Eiðfaxa. Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda gerir markaðsmál að umtalsefni sínu:

Það eru skiptar skoðanir meðal hrossaræktenda um hvað beri að leggja mesta áherslu á varðandi ræktunargrip og er það í góðu lagi. Það er samt mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hinn almenni hestamaður er að lokum sá sem við erum í langflestum tilfellum að þjóna með ræktunarstarfinu. Eðlilega eru gerðar kröfur til hrossanna sem við erum að bjóða hvað varðar geðslag, öryggi og ganghæfni. Það ættum við að hafa ofarlega í huga þegar við veljum saman ræktunargripi sem ætlað er að standa undir okkar búrekstri. Það eru alltof mörg hross sem við höfum ræktað tamið og þjálfað sem hafa of hátt spennustig og eru of flókin fyrir venjulegt útreiðarfólk. Þessum hrossum er erfitt er að finna hlutverk á markaði og taka þau mikið til sín í rekstri hrossaræktarbúanna. Mikilvægt er að við hrossabændur hugum að því hvernig hrossum markaðurinn leitar eftir.

Grein þessa má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.