fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossamessa

Óðinn Örn Jóhannsson
4. mars 2019 kl. 07:17

Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélags Flóahrepps

Uppskeruhátíð og „Hrossamessa“

Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélags Flóahrepps verður haldin föstudagskvöldið 22. mars 2019 í Ferðaþjónustunni Vatnsholti.

Dagskrá hefst kl. 20:30 með borðhaldi; „Hrossamessa“ kræsingar af ýmsum réttum. Kostar aðeins 3000 krónur per mann.

Pantanir í Hrossamessuna þurfa að berast fyrir kl. 22:00 mánudaginn 18.mars í síma hjá Atla Geir 898-2256 eða netfangið atligeir@hive.is, Ágústar Inga í síma 899-5494 eða á netfangið agustk@visir.is eða á netfang félagsins hrff.stjorn@gmail.com.

Verðlaunaveiting fyrir hæstu kynbótahross ársins 2018 samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins.

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur mun koma og uppfræða okkur á ýmsu varðandi kynbótastarfið.

Takið kvöldið frá. Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Kveðja stjórn Hrossaræktarfélags Flóahrepps