þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossamessa í Flóahreppi

11. febrúar 2015 kl. 13:00

Sigurður Sigurðarson heldur erindi á Hrossamessunni.

Sigurður Sigurðarson heldur erindi.

Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélaga Flóahrepps og Hrossamessa verður haldin föstudagskvöldið 20. febrúar að Ferðaþjónustinni Vatnsholti að er fram kemur í tilkynningu frá stjórn hrossaræktarfélags Flóahrepps.

 "Dagskrá  heftst kl:20:30 með borðahaldi. „Hrossamessa“ kræsingar af ýmsum réttum. Hægeldað hrossafillet með sósu og meðlæti. Hrossabjúgu með jafningi, kartöflum og meðlæti, Hrossa Carpaccio, Saltað hrossakjöt.

Kostar aðeins 3490 kr pr mann.  Pantanir í Hrossamessuna þurfa að berast fyrir kl.22:00 mánudaginn 16.febrúar 2015 í síma hjá: Atli Geir 898-2256 eða mail: atligeir@hive.is og Ágústar Inga í síma 899-5494 eða á netfangið agustk@visir.is.

 Verðlaunaveiting félaganna áætlað að  hefjist um kl. 21:30 Veitt  verða verðlaun fyrir hæst dæmda stóðhest og hæst dæmdu hryssu Flóahrepps. Sigurður Sigurðarsson verður  með fyrirlestur.  Takið kvöldið frá.  Vonumst til að sjá sem flesta."