mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossakjötsveisl Limsfélagsins

4. janúar 2014 kl. 15:03

Í Víðidalnum

Hin árlega hrossakjötsveisla Limsfélagsins verður haldin laugardaginn 11.janúar 2014 í Félagsheimili Fáks, Víðidal.

Ræðumaður kvöldsins verður hinn óborganlegi Reynir Hjartarson, þekktur sem Æjatoll Hryllingsfélagsins, en það félag hélt utan um eignarhald á Hryllingi frá Vallanesi.

Matseðill:

Saltað og reykt hrosskjöt með gamla laginu.
Hrossbjúgu / kartöflustappa (mús)
Kartöflur, uppstúf, rauðkál og grænar.

Verð kr. 4.500 á mann. Forsala aðgöngumiða í Guðmundarstofu, félagsheimili Fáks miðvikudagskvöldið 8.janúar milli 20.00 - 22.00. Nánari upplýsingar veitir Helgi s. 6988370