mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossakjötsframleiðsla hefur aukist

30. janúar 2014 kl. 16:30

Rúmlega 11.000 sláturdýr

Í frétt inn á mbl.is kemur þar fram að hrossakjötsframleiðsla hefur aukist um 71% árið 2013 og hefur hún aldrei verið meiri. Fjöldi sláturdýra fjölgaði um rúmlega 4000 frá fyrra ári en í heildina voru þau rúmlega 11.000. 

Hægt er að lesa fréttina sína í heildsinni hér fyrir neðan

"Hrossakjötsframleiðsla jókst um 71% á síðasta ári og hefur hún aldrei verið meiri. Í heild voru sláturdýr rúmlega 11 þúsund og fjölgaði þeim um rúmlega fjögur þúsund frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands sem voru birtar í dag. Í heild jókst kjötframleiðsla í landinu um 6% milli ára, meðan birgðir jukust um 10%. Langmest er til af kindakjöti, en birgðir þess nema um 90% heildarkjötbirgðum í landinu. Svínakjötsframleiðsla var eina greinin sem minnkaði milli ára, en samdráttur í framleiðslu svínakjöts nam rúmlega 3% á síðasta ári.

Í heild voru 9.921 tonn af kindakjöti framleidd á síðasta ári, en það er þriðjungur allrar kjötframleiðslu á landinu. Framleiðslan jókst um 3,5% milli ára. Neysla innanlands nam tveimur þriðju af framleiðslunni, meðan fjórðungur var fluttur erlendis. Þá jukust birgðir um fimm hundrað tonn.

Framleiðsla hrossakjöts tók stærsta stökkið á síðasta ári, en framleiðsla þess jókst um 71%. Sala innanlands jókst um 23% og nam 615 tonnum, en útflutningur jókst um 180% og fór yfir innlenda sölu. Í heild voru flutt út 875 tonn af hrossakjöti í fyrra, en birgðir jukust einnig um 10%.

Rúmlega 6% aukning varð á framleiðslu nautakjöts, en það fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund tonn á árinu og var í heild 4.113 tonn. Öll salan var innanlands. Sala svínakjöts dróst saman fjórða árið í röð og hefur ekki verið minni síðan árið 2007. Á síðustu fjórum árum hefur sala svínakjöts dregist saman um 12%, en langstærstur hluti framleiðslunnar er seldur hér á landi. Framleiðsla á alifuglakjöti hélt áfram að aukast og fór upp um 8% á árinu."

www.mbl.is