föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossafræði Ingimars

17. desember 2010 kl. 10:53

Hrossafræði Ingimars

Út er komin bókin „Hrossafræði Ingimars“, veglegt rit sem fjallar um Íslenska hestinn og meðhöndlun hans...

Í upphafi bókarinnar er farið í uppruna og sögu hestsins en síðan er meginuppistaða efnis meðhöndlun og fóðrun hrossa, bæði reiðhesta, hryssna, folalda og stóðhesta.
Kafli er um frumtamningar og þjálfun og einnig er gert skil val á rétta hestinum, ráð til þeirra sem hafa áhuga á að eignast hest.
Bókin er 334 síður fullar af fróðleik byggðan á áratuga reynslu höfundar.
Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri skrifar upphafsorð í bókinni og segir meðal annars:
„Hrossafræði Ingimars er fróðleiksbrunnur um fóðrun, meðferð, tamningu og þjálfun Íslenska hestsins. Hún er skrifuð af manni sem hefur gríðarlega reynslu af almennu hestahaldi og tamningum og er víðlesinn um sögu og eðli hestsins. Hún kemur til með að nýtast við kennslu í skipulegu námi í hestafræðum og einnig sem uppsláttarrit hinum almenna hestaunnanda. Bókin er sannkallað fagnaðarefni öllum hestamönnum.