föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hross eru líka búfé

odinn@eidfaxi.is
10. nóvember 2015 kl. 15:09

Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember.

Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015. Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á. 

Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is

Þess ber líka að geta í þessu sambandi að fyrir einhverjum hesteigendum hefur vafist að hross séu líka búfé og því verið áhöld um hvort skýrslu yfir þau þurfi að skila en það er að sjálfsögðu raunin. 

Þeim sem eiga eða halda búfé en hafa ekki verið skráðir búfjáreigendur í Bústofni er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn sem annast nýskráningar og leiðréttingar. Upplýsingar um dýraeftirlitsmenn má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar.

Þeir sem þurfa aðstoðar við vegna rafrænna skila stendur til boða þjónusta Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins RML við skil á haustskýrslu. Hafa má samband við RML í síma 516-5000 eða með tölvupósti á netfangið rml@rml.is