föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hross með slæmt geðslag á undanhaldi

27. desember 2014 kl. 12:00

Útgeislun, kjarkur og mikil ganghæfni er það sem Agnar og Birna leitast við að rækta. axnes frá Lambanesi og Birna á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Laxnes hlaut 8,77 fyrir kosti á Landsmótinu á Hellu í sumar, hlaut hann m.a. 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Ræktunarmenn ársins í viðtali.

Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius eru ræktunarmenn ársins 2014. Þau hafa ræktað hross kennd við Lambanes í Dalasýslu síðan árið 2007.  Þrátt fyrir ungan aldur hafa Agnar og Birna áratuga reynslu af hestamennsku og búa því bæði að gagnlegri reynslu og þekkingu.

Á þeim 20 árum sem Birna hefur verið viðloðandi þjálfun og tamningar á hrossum segist hún finna fyrir örum breytingum á hestakyninu, sér í lagi lundarfarinu. „Gæðin eru orðin gríðarleg, og þau eru víða. Áður voru einstaka gæðingar að koma fram hér og þar en nú virðast þeir vera á nánast hverjum bæ. Ég man eftir mörgum hrossum með leiðinda geðslag, en í dag eru þau mun færri. Ræktendur horfa meira í geðslag og eru orðnir meðvitaðri um það. Einnig hafa umræður um lundar­farið gert það að verkum að fólk heldur ekki undir stóðhesta sem gefa leiðinlegt geðslag. Það græðir enginn á því að fela galla í geðslagi, síst af öllu ræktandinn.“

Viðtal við þau Birnu og Agnar Þór má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.