miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hross hætt komin þegar eldur kviknaði í hesthúsi

28. janúar 2010 kl. 11:14

Hross hætt komin þegar eldur kviknaði í hesthúsi

Fimmtán hross voru hætt komin þegar eldur kviknaði í hesthúsi á móts við Dýraspítalann í Víðidal við Breiðholtsbraut upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Slökkviliðið sendi fimm bíla og mikinn mannskap á vettvang og réðust slökkviliðsmenn þegar til inngöngu til að hleypa hrossunum út. Það gekk vel og var eldurinn, sem aðallega logaði í klæðningu á húsinu, slökktur á skammri stundu. Eftir það þurftu slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningu og slökkva í glæðum.
Þrátt fyrir að reykur hafi verið kominn inn í húsið, virðist hrossunum ekki hafa orðið meint af. Eldurinn barst í húsið frá logandi bíl, sem stóð við það. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í honum og rannsakar lögregla málið.

www.visir.is greindi frá: