þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrói frá Flekkudal seldur

odinn@eidfaxi.is
14. ágúst 2013 kl. 12:36

Hrói frá Flekkudal. Knapi er hin bráðflinka hestakona Birna Tryggvadóttir Torlacius.

Fer til Svíþjóðar í haust

Hrói frá Flekkudal er seldur en hann fer til Svíþjóðar nú í haust. Það voru þau Göran og Viveca Montan á Margrétarhofi sem keyptu Hróa en þau keyptu líka helminginn í Bliku frá Hjallanesi sem fer einnig út til þeirra.

Hrói og Blika munu bæði verða notuð í keppni þarna úti. Blika er orðin velreynd á keppnisbrautinni en Birgitta Bjarnadóttir hefur verið að keppa á henni undanfarin ár í yngri flokkunum. Þær urðu m.a. Íslandsmeistarar í fjórgangi, tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum í ár.

Hrói mun vera stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinn en hann er með háan kynbótadóm. Jón Páll Sveinsson sem hefur verið með Hróa í þjálfun í ár sýndi hann í Hafnarfirði í vor þar sem hann hlaut 8,44 í aðaleinkunn. Hann hlaut 8,73 fyrir hæfileika - fékk fjórar 9,0, fyrir brokk, skeið, fegurð í reið og vilja og geðslag.

Við óskum nýjum eigendum til hamingju með þessa gæðinga. 

 

Birgitta Bjarnadóttir og Blika frá Hjallanesi.