mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrísholtsleikar

29. júlí 2016 kl. 15:04

Margir telja að endurvakning kappreiða í keppnum gæti orðið inngjöf sem hestamennskuna vantar.

Kappreiðar í skeiði, stökki og brokki.

Hestamannafélagið Logi heldur hinar árlegu kappreiðar sínar í Hrísholti næstkomandi sunnudag og hefst dagskrá kl 16.

Keppt verður í eftirtöldum greinum.

250 m skeið

150 m skeið

100 m skeið 

300 m brokk

300 m stökk

Skráning á staðnum milli 15 og 16 engin skráningagj,aðgangur er ókeypis. Boðhlaup er fyrirhugað(útfært og auglýst á staðnum) Veitingar verða með hefðbundnu sniði.. Og óhefðbundnu. Einnig verður teymt undir börnum og hvetjum við foreldra til að mæta með börnin og lofa þeim að bregða sér á bak. Loga félagar verða með barnþæg hross á staðnum. Útreiða nefnd Loga hvetur sem flesta til að koma ríðandi,safnst saman í Tungnaréttum og ríða síðan fylktu liði á mótsvæðið við 

Hrísholt.

Allir velkomnir.
Útreiða og kappreiðanefndir Loga.