þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hringvöllur byggður í Langholtskoti

11. febrúar 2010 kl. 09:15

Hringvöllur byggður í Langholtskoti

Í gær miðvikudag 10. febrúar var unnið að gerð nýs 200m hringvallar í Langholtskoti í Hrunamannahreppi. Það er framkvæmdahugur í þeim feðgum Unnsteini Hermannssyni og syni hans Guðmanni sem rekur tamninga- og þjálfunarstöð þar á bæ allt árið.

Það voru menn frá verktakafyritækinu Fögrusteinar ehf. sem óku efni í völlinn. Þegar búið var að jafna úr efninu sem sett var á hringinn biðu þeir ekki boðanna Guðmann og aðstoðarmaður hans Hjálmar Gunnarsson að sýna gæðingunum Prins frá Langholtskoti og Stæl frá Efri- Þverá völlinn og var þá meðfylgjandi mynd tekin.

Unnið verður að frágangi vallarinns á vordögum en mikil vinna er við gerð svona vallar eins og flestum hestamönnum er kunnugt. Hermann Sigurðsson faðir og afi þeirra feðga í Langholtskoti var annálaður hestamaður og átti m.a. þau Golu og son hennar Blæ en sá gæðingur stóð tvisvar efstur alhliða gæðinga og einu sinni í öðru sæti á landsmótum. Enginn gleymir þeim stólpagrip sem sá hann. Margt ágætra hrossa er enn í Lanholtskoti og fjöldi hrossa á járnum.


Sigurður Sigmundsson