þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hringferð Eiðfaxa

odinn@eidfaxi.is
23. október 2013 kl. 14:40

Hleð spilara...

Förum um landið til að hitta hestamenn

Í fyrramálið halda blaðamenn Eiðfaxa af stað í ferð hringinn í kringum landið að hitta hestamenn. Fyrst er ferðinni er heitið austur um og geta hestamenn á suður og suðausturlandi átt von á heimsókn á morgun. Svo verður ferðinni framhaldið hringinn en áætluð ferðalok eru á þriðjudag.

Allar ábendingar um áhugaverða viðmælendur eru vel þegnar en ábendingum er er hægt að koma til okkar í email odinn@eidfaxi.is eða í síma 8661230.

Hægt verður að fylgjast með ferðum okkar á fésbókarsíðu blaðsins en jafnframt verður ferðinni gerð góð skil í sjónvarpi Eiðfaxa og í næstu blöðum.