laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hringborðsumræður dýralækna: Vilhjálmur Svansson,Eggert Gunnarsson, Halldór Runólfsson og Sigríður Björnsdóttir í Eiðfaxa

7. júlí 2010 kl. 18:11

Hringborðsumræður dýralækna: Vilhjálmur Svansson,Eggert Gunnarsson, Halldór Runólfsson og Sigríður Björnsdóttir í Eiðfaxa

Vilhjálmur:”Íslenski hesturinn hefur ekki farið í gegnum erfðafræðilegt val gegn ákveðnum sýkingum. Hann hefur ekki verið undir valþrýstingi af mörgum smitefnum sem eru í gangi í hrossum erlendis. Þegar við fáum svona sýkingar til landsins er mögulegt að við fáum aukna sjúkdómsmynd og að til séu einstaklingar sem eigi mjög erfitt með að ráða við sýkingarnar”

Eggert:”Ef við færum nú að opna landið fyrir innflutningi, eins og sumir tala fyrir, og fáum hingað þá sjúkdóma sem eru erlendis og valda sumir hverjir sáralitlu tjóni þar, gæti orðið  hrossafellir hér næstu áratugina. Ég get fullvissað menn um það. Hingað myndi berast hver sjúkdómurinn á fætur öðrum og þeir myndu magnast upp þar sem stofninn hér er allur næmur.”

Vilhjálmur:”Hér er engin ónæmisreynsla fyrir þessum smitefnum í hrossastofninum. Þar sem hún er fyrir hendi eru folöld varin af mótefnum úr móðurmjólkinni í nokkra mánuði. Þau hafa því nokkrar varnir uppi þegar þau smitast af þeim veirum sem í gangi eru og sjúkdómseinkennin eru þá vægari. Ytra eru þekktir fjölmargir sjúkdómar sem hross hér þekkja ekki. Það er slæmt þegar menn tala á þeim nótum að hægt sé að aflétta sjúkdómsvörnum og mæla jafnvel með því. Ég með mína þrjátíu ára hrossarækt er ekki tilbúin að leggja hana undir með tilheyrandi afföllum.

Hinu getum við ekki litið fram hjá að hingað hafa borist í það minnsta sjö smitefni á síðustu tuttugu árum.” 

Eggert: „... og það er alveg nóg viðfangsefni fyrir ónæmiskerfi hrossanna okkar, ég tala nú ekki um ef landið væri opnað.”

Nánar í nýjasta tölublaði af Eiðfaxa