laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hringborðsumræður dýralækna í nýjasta Eiðfaxa -

3. júlí 2010 kl. 15:42

Hringborðsumræður dýralækna í nýjasta Eiðfaxa -

 Nýjasta tölublað af Eiðfaxa er að koma glóðvolgt út úr prentsmiðju og mun berast í póstkassa og inn um bréfalúgur landsmanna í næstu viku.

Eiðfaxi er eins og venjulega fullur af spennandi og fróðlegu efni sem enginn hestamaður má missa af.

Meðal annars fékk Eiðfaxi að sitja fund með fulltrúum stýrihóps á vegum Matvælastofnunnar, Tilraunastöðvarinnar á Keldum og Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytis vegna hestaflensunnar. Í blaðinu er fjallað um þennan fund og lesendum gefst kostur á að lesa um það sem fram fór.

Í blaðinu er viðtal við „gosbóndann“ Guðmund í Skálakoti um hrossabúskap í skugga öskufalls, grein um Aron frá Strandarhöfði, viðtöl við kunna ræktendur um pörun kynbótahrossa ásamt mörgu öðru áhugaverðu efni á rúmum 60 blaðsíðum með fullt af litmyndum.

Eiðfaxi er blað sem enginn sem vill fylgjast með hestamennsku ætti að láta fram hjá sér fara.

 

.