miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrímnir og Loki jafnir

26. júní 2012 kl. 19:30

Hrímnir og Loki jafnir

Glóðafeykir frá Halakoti naut sín í gylltri kvöldsólinni hér í Víðidal og eigandi hans og knapi, Einar Öder Magnússon sýndi hann af gleði og sannfæringu. Uppskáru þeir 8,74 og eru sem stendur í 3. sæti í milliriðlum B-flokki gæðinga.

Síðasti hestur í braut fyrir hlé var svo Loki frá Selfossi, sem hlaut hæstu einkunn í undanrásum. Þó sýningin hafi verið eilítið sundurslitin voru dómarar með honum, hlaut hann 8,89 og er í 2. sæti á eftir Hrímni frá Ósi á aukastöfum.