sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrímnir með lið

26. janúar 2015 kl. 20:27

Hrímnisliðið sigraði liðakeppnina í KS deildinni í fyrra.

Þriðja liðið í KS deildinni kynnt til liðs.

Þriðja liðið sem við kynnum í KS-Deildinni eru sigurvegararnir frá því í fyrra, lið Hrímnis. Liðstjóri þessa liðs er Þórarinn Eymundsson og með honum eru Hörður Óli Sæmundarson, Líney María Hjálmarsdóttir og nýr inn kemur Valdimar Bergstað. 

Þetta lið er skipað reynslumiklum knöpum. Innanborðs eru margfaldir íslandsmeistarar og heimsmeistarar. Þarna er mikið keppnisfólk á ferðinni og verður örugglega ekkert gefið eftir til að halda titlinum.