föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrímnir frá Hrafnagili - myndband -

10. júní 2010 kl. 14:56

Hrímnir frá Hrafnagili - myndband -

Það þarf nú vart að kynna höfðingjann og glæsihestinn Hrímni frá Hrafnagili. Hrímnir var fæddur Hjalta Jósepssyni árið 1975 á Hrafnagili í Eyjafirði. Hann er kominn út af heimahrossum þar á bæ.

Björn Sveinsson á Varmalæk í Skagafirði eignaðist Hrímni árið 1980. Þeir félagar komu aðeins þrisvar sinnum fram í keppni. Fyrst í B-flokki á hestamóti Skagfirðinga 1980 þar sem þeir fóru með sigur af hólmi.  Næst ári seinna, þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar í tölti á Melgerðismelum og loks vann hann B-flokk gæðinga á LM hestamanna á Vindheimamelum árið 1982, aðeins sjö vetra gamall.

Hrímnir er goðsögn á meðal hesta, ef svo má að orði komast. Hann var með einstaka frambyggingu sem skilaði sér eftirminnilega í höfuðburði hans og heildarfasi.

Eiðfaxi rakst á myndband á Hófapressunni frá árinu 2001. Þá kom Hrímnir fram á Stórsýningu Fáks í Reiðhöllinni í Víðidal, þar sem hann vitanlega stal senunni, þessi frábæri hvíti gæðingur.

Njótið vel og P.S: þið fáið gæsahúð af því að horfa, það er eðlilegt.


(hkg)