mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hreinleiki og myndarskapur

22. september 2012 kl. 21:08

Hreinleiki og myndarskapur

„Kostum Stála frá Kjarri kynntumst við í gegnum Pálu og við viljum gjarnan vinna úr því áfram. Kvistur frá Skagaströnd hrífur okkur fyrir rými og ganghæfileika. Útgeislun afkvæma Álfs frá Selfossi heillar. Við erum dyggir aðdáendur Kráks frá Blesastöðum 1A og höldum áfram að nota hann í ræktun okkar,“ segir Árni Svavarsson hrossaræktandi á Hlemmiskeiði 3 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Stefna og ræktunarmarkmið ræktunarinnar er að rækta viljug rýmishross með hreinar gangtegundir. „Við leggjum áherslu á hreinleika og rými gangtegunda, vilja og geðslag sem og myndarskap. Það helsta sem við forðumst er óhreint tölt, rýmisleysi og stirfið geðslag,” segir Inga Birna Ingólfsdóttir. 

Hjónin Árni og Inga Birna eru í ræktunarviðtali í 6. tbl. Eiðfaxa en hrossarækt þeirra hefur fests sig rækilega í sessi undanfarin ár fyrir að gefa af sér bráðþroska hæfileikahross.

 

Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast sjötta tölublaðið  í vefútgáfunni hér.

Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér. Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið eidfaxi@eidfaxi.is. Þá munum við opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.

Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.

Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.