fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrannar frá Flugumýri

26. júlí 2010 kl. 14:01

Spennandi stóðhestur undan Krafti frá Bringu

Hinn fjögra vetra Hrannar frá Flugumýri II er spennandi stóðhestur. Hann er undan Krafti frá Bringu, Gustssyni frá Hóli, og Hendingu frá Flugumýri. Hrannar er með úrvalseinkunn fyrir sköpulag, 8,35, þar af 9,0 fyrir samræmi.

Hrannar er með efnilegan klárgang upp á 8,5, og heldur einnig á þeirri einkunn fyrir stökk vilja og fegurð. Hann hreyfði skeiðeinkunn upp á 6,5. Hægt tölt og stökk er einnig 8,5 sem er jákvætt. Því má bæta við að Hending frá Flugumýri á átta skráð afkvæmi. Af sex sem eru á tamningaraldri eru fjögur sem hlotið hafa fullnaðardóm og öll eru með fyrstu verðlaun.

Á kynbótasýningu á Vindheimamelum sem haldin var um Landsmótshelgina komu frá sex hross frá Flugumýri II, þar af fimm stóðhestar. Þar á meðal hinn frægi Seiður frá Flugumýri, sem fékk 8,59 í aðaleinkunn.