fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Á hraðri uppleið

29. október 2014 kl. 11:07

Fjölskyldan í Litla-Garði prýða 10. tbl. Eiðfaxa. Hjónin Stefán Birgir Stefánsson og Herdís Ármannsdóttr, Sindri Snær Stefánsson situr Gangster frá Árgerði. Mynd/Birna Tryggvad. Thorlacius

Stefán Birgir í Litla-Garði er bjartsýnn á framtíðina.

Stefán Birgir Stefánsson, bóndi á Litla-Garði í Eyjafirði, og Gangster frá Árgerði vöktu athygli Landsmótsgesta í sumar fyrir vasklega framgöngu í A-flokki gæðinga. Þar börðust þeir um efsta sæti. Ræktunin að Litla-Garði byggir á gömlum merg en flest hrossin má rekja til Snældu gömlu frá Árgerði. Eiðfaxi settist niður með hjónunum Stefáni Birgi og Herdísi Ármannsdóttur og ræddi við þau um hross, ræktun, menn og málefni.

Fjölskyldan í Litla-Garði prýðir forsíðu 10. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.