miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Höskuldur átti gott ár

26. nóvember 2015 kl. 11:18

Höskuldur Jónsson íþróttamaður Léttis árið 2015 og Fanndís Viðarsdóttir var útnefnd afreksknapi Léttis í ungmennaflokki.

Höskuldur Jónsson valin íþróttamaður Léttis 2015.

Uppskeruhátíð Léttis fór fram síðustu helgi en þar var Höskuldur Jónsson útnefndur íþróttamaður Léttis árið 2015 og Fanndís Viðarsdóttir var útnefnd afreksknapi Léttis í ungmennaflokki.

"Árið hjá þeim báðum var glæsilegt og eru þau ákaflega vel að þessu komin bæði tvö. 

Höskuldur Jónsson fór mikin á árinu, og gæti ég trúað að árið 2015 hafi í samanburði við langan keppnisferil Höskuldar verið eitt það gjöfulasta frá upphafi, ef ekki það gjöfulasta.

Bæði og þá keppti Höskuldur víða og lét að sér kveða hvar sem hann fór, og kannski má bæta því við hér að ef hægt væri að samtvinna titilinn, íþróttamaður Léttis við eitthvað annað, þá yrði það Sámstaðræktunin sem héldi í hitt eyrað á þessum glæsilega bikar er hér verður afhentur eftir andartak.

Árið 2015 byrjað þó ekkert í neinni flugeldasýningu hjá Höskuldi. Hann var með og jú náði inn í úrslit og hélt öðrum knöpum við efnið, Minnti á sig ef segja má svo, en er líða fór á vorið þá tvíelfdist kappinn og gerði harða atlögu að hverjum sigrinum af fætur öðrum, og ekki bara sigraði Höskuldur heldur líka þurfti að fá aðra knapa til að hjálpa sér, því það kom fyrir að fleiri en tvö og já þrjú hross sem hann reið í forkeppni viðkomandi greinar, komust alla leið í úrslit.

Marga aðra glæsta sigra Höskuldar Jónssonar mætti nefna hér frá sumrinu er leið, en orð eru stundum óþörf. Árið 2015 var ár Höskuldar Jónssonar og er hann vel að þessu titli komin.

Hestamannafélagið Léttir óskar þeim Höskuldi og Fanndísi innilega til hamingju með daginn. árangurinn og titlana."