miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Höskuldur Aðalsteinsson: Um dómara og dómstörf-

28. desember 2009 kl. 15:02

Höskuldur Aðalsteinsson: Um dómara og dómstörf-

Ábyrgð og virðing dómara fyrir knöpum og hestum í sýningu, og af sjálfsögðu virðing knapa fyrir dómurum, innan eða utan vallar eru að mínu mati sjálfsagðir hlutir.

Ég gleymi ekki orðum heimsfrægs dómara í tengslum við dómaranámskeið sem haldið var hér í Austurríki fyrir allmörgum árum. Þessi herramaður fórst i bílslysi fyrir nokkru síðan. Hann var prófessor og hét Alfred Knopfhart. Hann var dómari i hlýðniæfingum (dressur) og var hann vinsæll og virtur maður.

Eftir þennan fund var mér líka strax ljóst hver var ástæðan fyrir því. Fyrst og fremst var það sú virðing sem hann hafði fyrir reiðmennsku og reiðmönnum almennt. Hann sagði okkur frá reynslu sinni i gegnum þá áratugi  sem hann starfaði sem dómari og reiðkennari. Hann sagði að eitt af því mikilvægasta fyrir dómara væri að vera skarpur í leiðaranum og mikilvægt að  kunna hann utan að. Það var ósjaldan að knapar, vinir eða vandamen komu reiðir til hans eftir keppni og vildu helst hengja hann upp í næsta tré. En flest allir höfðu þeir gefið eftir þegar hann spurði hvort viðeigandi kynni reglurnar eða hefðu lesið leiðarann. Hann bætti svo við að hann myndi gjarnan svara spurningum eftir mótsslit þegar bárur væru farið að lægja.

Hann dró nokkur dæmi upp úr reynslupoka sínum, sem ég gat hæglega borið saman við atvik í íslensku hestamenskunni. Hann sagði okkur að hann færi alltaf yfir ráslistann áður enn keppni hæfist, því hann vildi helst ekki dæma sitt fólk t.d. nemendur sína. Hann hafði alltaf reynt að fá yfir- eða vara dómara til að hlaupa í skarðið fyrir sig þegar hann varð var við einhver tengsl. Hlutdrægni er mannleg og getur verið með eða á móti og á að gera allt til að koma i veg fyrir hana. Að bægja frá sér öllum gjöfum alveg sama í hvaða formi þær ber að. Þar nefndi hann ýmislegt sem ekki kemst hèr á blað, frá blómvöndum og mataboðum uppi í bíla, en það eru miklir peningar í húfi á þessum stórhestamótum.

Hann lagði sérstaklega áherslu á að dómarastarfið væri ábyrgðarstarf, ekki bara gagnvart reiðmönnunum, heldur þróun hestamenskunnar almennt og hefðu hreint og beint vissa ábyrgð á heilsu hesta framvegis.

 
Kær kveðja frá Austurríki, Höskuldur Aðalsteinsson.