mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Horses of Iceland

30. desember 2016 kl. 17:00

Helstu aðgerðir árið 2016.

Markaðsverkefnið Horses of Iceland er alþjóðlegt markaðssamstarf sem þjónar heildarhagsmunum þeirra sem starfa í hestatengdri starfsemi og snýst um uppbyggingu orðspors íslenska hestsins á heimsvísu.

"Í upphafi árs var haldið af stað í að kynna verkefnið um allt land og út fyrir landsteinana í þeim tilgangi að fá sem flesta að því, kynnast hagsmunum þeirra sem í greininni starfa og afla samstarfsaðila sem taka þátt í að fjármagna verkefnið. Fyrsti viðburðurinn sem verkefnið kom formlega að var glæsileg skrúðreið í miðborg Reykjavíkur 30. apríl, í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga. Um 120 knapar og hestar tóku þátt í skrúðreiðinni sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiddi ásamt föður sínum og fjallkonunni. Stór hópur ferðamanna og íbúa í Reykjavík fylgdist með skrúðreiðinni í blíðskaparveðri. Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins var haldinn hátíðlegur þann 1. maí, meðal annars með því að hestamenn opnuðu hesthús sín fyrir áhugasömum gestum og farið var í skipulagða félagsreiðtúra. Einnig voru samfélagsmiðlar verkefnisins opnaðir á þeim tíma og myllumerkið #horsesoficeland kynnt. Þrír unnu miða á Landsmót 2018 fyrir bestu myndirnar af íslenska hestinum og náttúru sem var deilt á samfélagsmiðlum verkefnisins. Samfélagsmiðlar leika mikilvægt hlutverk í markaðsstarfinu og er meðal annars hægt að fylgjast með á Facebook, Instagram, Twitter og Youtube."

Lestu meira um Horses of Ice verkefnið í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með tölvupósti eidfaxi@eidfaxi.is