fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Horses of Iceland á tímamótum

30. október 2019 kl. 08:00

Ein af þeim glæsilegu ljósmyndum sem notuð er í kynningarefni HOI

Viðtal við Jelenu Ohm verkefnisstjóra HOI

 

 

Markaðsverkefnið Horses of Iceland hóf göngu sína í lok árs 2015 og var ætlað að efla ímynd íslenska hestsins á alþjóða vettvangi og auka gjaldeyristekjur greinarinnar í heild.

Verkefnið var fjármagnað með 25 milljóna króna framlagi ríkissjóðs, með sambærilegu mótframlagi greinarinnar. Um 60 þátttakendur eru í verkefninu, fyrirtæki, samtök og félög, þ.m.t. FHB, LH, sem og íslenska ríkið. Erlendir aðilar taka einnig þátt enda er um alþjóðlegt verkefni að ræða. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins. 

Á fundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, sem haldinn var í síðustu viku, kom fram í máli eins fundarmanns að hann hefði upplifað það á eigin skinni, að hestur hjá honum hefði selst vegna verkefnisins.

Nú er þessi fjögurra ára samningur að renna út og í því ljósi hafði Eiðfaxi samband við Jelenu Ohm, verkefnisstjóra Horses of Iceland, og spurði hana út í ávinningin af verkefninu og  hvernig hún sæi verkefnið fyrir sér í framtíðinni.

Spurning og svör má lesa hér fyrir neðan

 

Hver er ávinningurinn af  starfi HOI fyrir hestamennskuna í landinu?

Tilgangur markaðsverkefnisins. Horses of Iceland, er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan og að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu.

Ávinningurinn felst í því samstarfi sem fer fram í gegnum verkefnið, en við erum með 10 manna verkefnastjórn sem hittist mánaðarlega til að fara yfir aðgerðir og kostnaðar liði. Í verkefnastjórn eru aðilar frá FHB, LH, SAF, FT, útflytjendum og tveir fulltrúar frá ráðuneytum. Það hefur reynst frábært að samræma skilaboðin okkar og vinna saman sem ein heild, leggja saman reynslu, þekkingu og fjármagn.

Nú er HOI að klára 4 árið sitt. Á þeim tíma höfum við byggt upp öflugt teymi samstarfaðila um allan heim, til að fjármagna verkefnið og vinna saman að markmiðum okkar.

Árið 2018 bættist inn nýr markhópur; eigendur og reiðmenn annarra hestakynja. Út frá því höfum við valið þær sýningar og aðgerðir sem styðja við þau markmið að auka vitund og þekkingu um íslenska hestinn.  

Þær grunn aðgerðir sem við höfum m.a. unnið að eru eftirfarandi:

-          Búið til markaðsefni á 4 tungumálum – bæklingar, póstkort o.fl. til dreifingar

-          Búið til myndbönd sem hafa samtals fengið um 3 milljón áhorf og eru í notkun á sýningum og Icelandair vélum m.a.

-          Almennatengsl og blaðamannaferðir

-          Vefur á 4 tungumálum

-          Áhersla á samfélagsmiðla, en í dag erum við með yfir 95.000 fylgjendur

-          Sýndarveruleika myndbönd um Laufskálarétt og norðurljósareið sem slær alltaf í gegn á sýningum

-          Kynningu á samstarfsaðilum

 

Hvað er það helsta sem hefur verið á döfinni í ár hjá ykkur?

Sýningar og viðburðir 2019:

 1. Stór bás á Equitana í Essen í Þýskalandi í mars en þetta er ein stærstu hestasýningin, rúmlega 200.000 manns sem sækja sýninguna. Við vorum líka með stóra auglýsingu á LED skjá þar sem allar sýningar fara fram, sem vakti mikla athygli
 2. Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins á heimsvísu 1.maí (haldinn árlega) – samstarf við LH, innanlands herferð hvatning til allra félaga að kynna hestinn í sínu samfélagi og hafa skemmtilega dagskrá. Einnig vorum við með myndbanda samkeppni á alþjóðavísu.
 3. 17 júní – kynning á íslenska hestinum í miðbæ Reykjavíkur á skemmtilegan hátt, þar sem sérstaklega er áhersla lögð á innanlands markað og að kynna íslenska hestinn fyrir íslenskum fjölskyldum og þeim ferðamönnum sem voru á staðnum.
 4. Bás á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín í ágúst þar sem m.a. var haldið 50 ára afmæli FEIF í samstarfi við HOI. Einnig vorum við að aðstoða LH við sína samfélagsmiðla í undirbúningi fyrir HM.
 5. Stuðning/samstarf við ýmsar ljósmynda sýningar og bækur um íslenska hestinn um allan heim
 6. Falsterbo í SE – íslensk hesta kynning á stærstu stórhesta keppni í Skandinavíu. Gríðarlega flott sýning og framtíðar tækifæri fyrir íslenska hestinn.  
 7. Kynning fyrir norræna ráðherrafundinn.
 8. Equine Affair, MA, USA (nóv) – bás í samstarf við íslenska hesta félagið í USA
 9. Sweden International, Stokkhólm (nóv) – stærstu innanhús mót í Evrópu þar sem ísl hestinn er í stóru hlutverki og í beinni útsendingu í sænsku sjónvarpi.
 10. Pferd & Jagd, DE (des) - kynningarsamstarf

 

PR, myndbönd og fleira 2019:

 1. Samstarf við Meistaradeild í hestaíþróttum, aðstoð við samfélagsmiðla þeirra sem uxu um 150% á þeim tíma
 2. FEI TV (aðalsamtök í hestaheiminum) með 2 heimildarþættir frá Landsmót 2018 og samstarfsaðilum út á landi. . Áætlað er að FEI TV nái til (e. reach) 238 milljóna manna.
 3. Heimildarmynd Equus WW (45 milljón manna áhorf) – Mývatn Open ísmót og Hólar skóli
 4. Myndband fyrir FEIF – Riding Horse Profile kynningarmyndband
 5. Grein í Hvað blað – nýtt blað fyrir krakka og unglinga á Íslandi um útivist
 6. Blaðamannaferð í Laufskálaréttir og heimsóknir til samstarfsaðila í september (Metro Online – stærsti dagblað í UK og myndband frá CP Creatives/Canon – 2.8 milj fylgjendur á samfélagsmiðlum)
 7. Blaðamannaferð með samstarfsaðilum í Víðidalstungurétt (Icelandair blað, 2 greinar og íslenskir miðlar)
 8. Mánaðarlegar fréttir og sögur á vef Horses of Iceland
 9. Ýmsar greinar og umfjöllanir í stórum miðlum eins og CNN ofl.
 10. Samfélagsmiðlar og Google herferðir
 11. Myndband um þróun ræktunar og reiðmennsku íslenska hestsins í 100 ár
 12. Ýmsar rannsóknir og samantekt gagna sem veitir okkur upplýsingar til framtíðar

 

Hvernig sjáið þið framhaldið, þ.e. hvað er framundan á næstu misserum?

Þar sem núverandi samningi við íslenska ríkið líkur í lok 2019 erum við að vinna í því að reyna að fá áframhaldandi fjármagn til framtíðar. Flestir okkar samstarfsaðilar eru mjög ánægðir með verkefnið og vilja endilega halda áfram og ennþá eru nýir að bætast inn í hópinn. Stærsta verkefnið núna, ásamt þeim sýningum sem eftir eru, er að fjármagna verkefnið og tryggja það að markviss markaðssetning á íslenska hestinum haldi áfram.

Síðastliðinn fjögur ár hafa gefið okkur mikla reynslu sem mun nýtast vel í framtíðinni en nú er líka tími til að fara yfir það sem vel gekk og það sem má bæta þ.e.a.s. að við verðum að fara í smá stefnumótunarvinnu um áframhaldið.

Fyrir þá sem vilja kynna sér verkefnið nánar: https://www.horsesoficeland.is/is/um-verkefnid en þar eru skýrslur um árangur síðastliðinna ára.

Áfram Horses of Iceland!