mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hörkutöltarar etja kappi

23. febrúar 2012 kl. 08:53

Hörkutöltarar etja kappi

Þá er orðið ljóst hvaða hestum knapar tefla fram annað kvöld klukkan 19:30 þegar keppt verður í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum. Að venju fer keppnin fram í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli.

 
Það má gera ráð fyrir harðri baráttu í töltinu annað kvöld þar sem hver gæðingurinn á fætur öðrum er skráður til leiks. Hér að neðan eru ráslistar kvöldsins:
 
Nr      Knapar  Lið     Hestur
1       Ólafur Ásgeirsson       Spónn.is        Sædynur frá Múla
2       Þórdís Erla Gunnarsdóttir       Auðsholtshjáleiga       Glefsa frá Auðsholtshjáleigu
3       Elvar Þormarsson        Spónn.is        Gráða frá Hólavatni
4       Sigurður Vignir Matthíasson     Ganghestar / Málning    Lómur frá Langholti
5       Guðmundur Björgvinsson  Top Reiter / Ármót      Gaumur frá Dalsholti
6       Artemisia Bertus        Hrímnir Óskar frá Blesastöðum 1A
7       Eyjólfur Þorsteinsson   Lýsi    Háfeti frá Úlfsstöðum
8       John Kristinn Sigurjónsson      Hrímnir Tónn frá Melkoti
9       Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Jarl frá Mið-Fossum
10      Sara Ástþórsdóttir      Ganghestar / Málning    Díva frá Álfhólum
11      Lena Zielinski  Auðsholtshjáleiga       Njála frá Velli II
12      Þorvaldur Árni Þorvaldsson      Top Reiter / Ármót      Hrókur frá Flugumýri II
13      Viðar Ingólfsson        Hrímnir Vornótt frá Hólabrekku
14      Sylvía Sigurbjörnsdóttir        Ganghestar / Málning    Þórir frá Hólum
15      Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur  Smyrill frá Hrísum
16      Eyvindur Mandal Hreggviðsson    Auðsholtshjáleiga       Hersveinn frá Lækjarbotnum
17      Teitur Árnason  Árbakki / Norður-Götur  Njáll frá Friðheimum
18      Hulda Gústafsdóttir     Árbakki / Norður-Götur  Sveigur frá Varmadal
19      Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Dreyri frá Hjaltastöðum
20      Ævar Örn Guðjónsson     Spónn.is        Liba frá Vatnsleysu
21      Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót      Árborg frá Miðey
 
Forsala aðgöngumiða er í fullum gangi í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi, Selfossi. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og hvetjum við áhorfendur til að tryggja sér miða í tíma því eftirsókn er mikil eftir miðum.
 
Minnum einnig á þáttinn um Meistaradeildina á RÚV klukkan 20:45 í kvöld.
 
Sýnt verður beint frá mótinu hér á vefsíðu Eiðfaxa.