þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hörku hestar í ungmennaflokknum

27. júní 2012 kl. 13:17

Hörku hestar í ungmennaflokknum

Milliriðillinn í ungmennaflokknum er byrjaður. Hörkuhestar eru í milliriðlinum og greinilegt að ungmennin eru ekki illa ríðandi. Hin sænska Julia Lindmark reið á vaðið á Lóm frá Langholti. Hörku sýning og reið stúlkan þetta lista vel. Julia og Lómur hlutu einkunnina 8,45. Næst á eftir henni kom Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir á merinni Glímu frá Bakkakoti en þær hlutu einkunnina 8,43. Gaman er að segja frá því að bæði Julia og Ragnheiður voru í topp baráttunni í fyrra í ungmennaflokki á Landsmótinu.