sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Horfir í hörkukeppni

23. mars 2015 kl. 16:27

Þrátt fyrir vekurð er Trymbill frá Stóra-Ási afbragðs töltari. Gísli Gíslason mun mæta með Trymbil á töltkeppni KS-deildarinnar á miðvikudagskvöld.

Ráslistar töltmóts KS-deildarinnar.

Töltkeppni KS-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld 25.mars í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. 

Margir mjög góðir hestar eru skráðir og mun meðal annars sigurvegarinn frá því í fyrra Bjarni Jónasson og Randalín frá Efri-Rauðalæk mæta. 

Mette Mannseth og Trymbill urðu í 3.sæti í fyrra en nú mun Gísli Gíslason sitja Trymbil frá Stóra-Ási. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk munu einnig mæta en þeir enduðu í 4.sæti í fyrra. 

Greinilegt er að það stefnir í hörku keppni og verður spennandi að sjá hverjir ná topp fimm þetta árið. 

Fjölmennum í höllina og sjáum skemmtilega töltkeppni.

Mótið hest kl 20:00.

Sýnt verður beint frá mótinu inná http://svadastadir.is

Ráslistar:

1.Mette Mannseth - Hnokki frá Þúfum / Draupnir-Þúfur

2. Hörður Ó. Sæmundarson - Daníel frá Vatnsleysu / Hrímnir

3. Baldvin A. Guðlaugsson - Lipurtá frá Hóli / Efri-Rauðalækur-Lífland

4. Elvar Einarsson - Lárus frá Syðra-Skörðugili / Hofstorfan-66°norður

5. Hanna R. Ingibergsdóttir - Hlýr frá Breiðabólsstað / Íbess-Gæðingur 

6. Hallfríður S. Óladóttir - Óði-Blesi frá Lundi / TopReiter

7. Fanney Dögg Indriðadóttir - Brúney frá Grafarkoti / Topreiter

8. Barbara Wezl - Dalur frá Háleggsstöðum / Draupnir-Þúfur

9. Bjarni Jónasson - Randalín frá Efri-Rauðalæk / Hofstorfan-66°norður

10. Þórarinn Eymundsson - Taktur frá Varmalæk / Hrímnir

11. Viðar Bragason - Fróði frá Staðartungu / Efri-Rauðalækur-Lífland

12. Magnús B. Magnússon - Gola frá Krossanesi / Íbess-Gæðingur

13. Guðmundur K. Tryggvason - Rósalín frá Efri-Rauðalæk / Efri-Rauðalækur-Lífland

14. Teitur Árnason - Kúnst frá Ytri-Skógum / TopReiter

15. Tryggvi Björnsson - Sprunga frá Bringu / Hofstorfan-66°norður

16. Anna K. Friðriksdóttir - Glaður frá Grund / Íbess-Gæðingur

17. Gísli Gíslason - Trymbill frá Stóra-Ási / Draupnir-Þúfur

18. Líney M. Hjálmarsdóttir - Stormur frá Draflastöðum / Hrímnir