þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hópastjóra vantar

3. júní 2014 kl. 18:20

FEIF Youth Cup verður á Hólum í sumar

Æskulýðsnefnd LH heldur alþjóðlegt æskulýðsmót á vegum FEIF á Hólum í sumar, 11. – 20.júlí, þar koma saman 78 keppendur frá aðildalöndum FEIF í þjálfun og keppni. Það vantar tvo hópstjóra (teamleader) til að halda utanum sitthvorn hópinn en krökkunum er skipt í þrettán lið og er hópsstjóri með hverjum hóp. Upplagt tækifæri til að kynnast fólki sem deilir ástríðu á íslenska hestinum, kynnast nýjum keppnisgreinum og hafa gaman.

Áhugasamir þurfa að vera orðnir 21 árs, tala ensku og kunna einhver skil á keppnisreglum FIPO.  

Nánari upplýsingar gefa nefndarmenn æskulýðsnefndar, Helgahelga@isam.is  og Andrea ath@raftakn.is