miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hönnuðu hesthúsið sjálf

21. mars 2016 kl. 12:00

Sólon Morthens

Viðtal við Sólon Morthens og fjölskyldu.

Sólon Morthens hefur verið nokkuð áberandi á keppnis- og kynbótabrautinni undanfarin ár. Hann hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli fyrir fagmannlega og prúða framkomu og vel þjálfuð hross. Sólon kom fram á sjónarsviðið með stæl árið 2009 á Bautatölti, sem er töltmót haldið í skautahöllinni á Akureyri. Þar sýndi hann Kráku frá Friðheimum frábærlega og uppskar annað sæti og reiðmennskuverðlaun FT-norður. Síðan þá hefur hann menntað sig og byggt upp aðstöðu fyrir atvinnumennsku í Hrosshaga 3 í Biskupstungum.

"„Í skólanum fórum við í áfanga hjá Sveini Ragnarssyni sem snerist um að hanna draumahesthúsið. Ég var strax ákveðinn í því
að gera raunhæft og skynsamlegt verkefni, sem gæti mögulega orðið að veruleika einn daginn. Ég ræddi við tengdaforeldra mína um gróðurhús staðsett í Hrosshaga sem jafnvel stóð til að hætta að nota og möguleikana á að breyta því í hesthús. Ég notaði þetta hús í verkefninu. Hesthúsið okkar er nánast eins og verkefnið var, 26 hesta hús með 13x15 reiðskemmu. Þegar við
komum heim úr skólanum 2010 var hestapestin í fullum gangi og verkefnið var geymt ofan í tösku. Við leigðum aðstöðu
á Torfastöðum hjá Ólafi Einarssyni og Drífu Kristjánsdóttur og vorum þar í rúmt ár með tamningastöð. Allan tímann blundaði í okkur að eignast eigin aðstöðu. Við fórum reglulega niður eftir í gróðurhúsið og reyndum að stika út og sjá fyrir okkur hvernig þetta gæti orðið. Svo ákváðum við að kíla á þetta." segir Sólon

Lestu viðtalið við Sólon í heild sinni í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.